Ég er Kaþólskur !!!!

Eg , Sr Hjalti og Sr Jakop bestu vinir og kenarar i Kaþolskuni Bræður og systur í trúnni. Þegar ég var 12 ára byrjaði ég að fræðast um kristna trú, ég skírðist Lúþerskur en fermdist Kaþólskur. Faðir minn var Lúþerskur og móðir mín var í Hvitasunnukirkjunni. Ég fór oft í hvítasunnukirkju úti í Bandaríkjunum í mörg ár þangað til ég flutti til Íslands aftur. Ég bjó í Bandaríkjunum í 11 ár, frelsaðist og fann sterklega nærveru Drottins. Ég las Biblíuna mikið og kláraði hana og byrjaði að fræðast um allskonar trúarbrögð og -atriði. Þegar ég var orðinn 15 ára fann ég fyrir köllun í þjónustu Drottins en ég var ekki sáttur við kirkjuna sem ég var meðlimur í en ég hélt áfram að mæta á sama stað eins og ekkert var að. Ég var ekki viss, kannski var Jesús að reyna að segja eitthvað eða einhver annar???? Þá man ég að á pulpit, þar sem pastorinn stóð og predíkaði á hverjum sunnudegi, stóð GJÖRIÐ ÞETTA Í MÍNA MINNINGU. Þessi orð voru föst í huga mér og ég hef séð þessi orð í mörg ár, svarið var beint fyrir framan mig. Bróðir minn hafði gengið í borgarlegt hjónaband með kaþólskri konu og mér var boðið í messu og vinkona hennar var að lata skíra í Maríukirkjunni sem er Kaþólsk kirkja og ég fór með þeim ásamt hinum eldri bróður líka og hlustaði með gagnrýni. En þegar var komið að altarisgöngu þá hlustaði ég vel og heyrði þessi heilög orð, presturinn sagði allt frá Biblíunni þegar Jesús sat með lærisveinum sínum og sagði: GJÖRIÐ ÞETTA í MÍNA MINNINGU. Þá man ég eftir pulpitinu og byrjaði að hugsa, ég byrjaði að fara í messu á hverjum degi, alla daga vikunnar, af því að í kaþólsku kirkjunni er messa á hverjum degi frá mánudegi til sunnudags. Á Altarinu var latina og ég spurði Prestinn hvað þetta þýddi. Hann sagði þetta þýðir GJÖRIÐ ÞETTA Í MÍNA MINNINGU og í kaþólsku kirkunni er alltaf altarisganga en ég fór aldrei fram. 1 dag var ég eftir messu að fara með bænir og ég hitti Prestinn. Ég hafði talað við hann áður í skírnarveislunni í safnaðarheimilinu og sá að hann var fylltur heilögum anda og ég bar mikla virðingu fyrir þessum manni. Hann spurði mig hvort að ég hafði áhuga að fræðast um Kaþólska trú. Ég sagði já og eftir 2 ár í trúfræðslu kirkjunnar vildi ég endilega gerast Kaþólskur. Ég fann fyrir í hjarta mínu og huga að þetta er hin sanna trú sem Jesús hafði stofnað og Pétur lærisveinn var fyrsti Páfi og leiðtogi kristinna manna eftir að Jesús steig upp til himna, ótrúlegt en satt, vegna þess að Kaþólska kirkjan var fyrsta kirkja kristinna manna. Og ég var ástfanginn, ég fann að mig vantaði sakramentin, sérstaklega Altaris sakramentið sem Jesús stofnaði með lærisveinum sínum, og ekki bara þetta heldur sakramentin 7 og í dag trúi ég á Eina Heilaga sanna Kaþólska postullega kirkju. Ég er fyrsti kaþóliki í fjölskyldu minni síðan Biskup Jón Arason, Pislavottur Kaþólsku Kirkjunnar eftir siða skiftin voru á Íslandi. Ég er mjög hamingjusamur í dag og er mjög virkur í trúnni, ég hef hugsað að gerast Prestur en ég starfa núna sem trúboði í samstarfi hjá Hjálpræðishernum sem samherji og seinna Hermaður í Hjálpræðishernum vegna þess að ég get verið kaþólskur á sama tíma, af því að Herinn vill að ég hafi mína trú og biður mig ekki að segja mér úr Kaþólsku kirkjunni. Ég mæti í messu og á samkomur hersins, ég veit hversu mikilvægt er að mæta í Messu og meðtaka Altaris Sakramentið og Skriftar sakramentið reglulega. Þetta geri ég í HANS MINNINGU sem Altaris messu þjón Kaþólsku kirkjunnar o.s.f. Takk fyrir að taka tímann að lesa þetta, ég vona að þú skiljir mig, þín bróðir Tómas í Jesu nafni, amen. P.S: Ég er frelsaður í gegnum sakramentin 7.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Tómas, velkominn á Moggabloggið, og þakka þér fyrir þessa frásögn af nálgun þinni til okkar kaþólsku kirkju. Guðs blessun sé með þér í orði og verki – megi hún umvefja þig og alla þína.

Jón Valur Jensson, 29.3.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband