12.3.2009 | 23:53
Fordómar

Ég ber fulla virðingu fyrir prestunum þeir bera mikla ábyrgð. Það eru til prestar sem eru sjúklingar og brjóta loforð sín. Það er svekkjandi sem kaþólskur einstaklingur að heyra um þau tilfelli því þá koma fordómarnir upp gagnvart mér. Margir gleyma að prestur er mannlegur eins og aðrir. Hann er mannlegur og syndugur eins og ég. Fjölmiðlar ráðast alltaf á slæmu hlutina og á prestana. Nú er það aðalatriðið að prestar misnoti börn í kirkjunni. Hvað þeir eru margir eða fáir, ég hef kannað það. Hvað er oft talað um kennara sem níðast á nemendum í skólum? Aldrei. Eða föður sem nauðgar dóttur sinni? Þetta birtist aldrei blöðunum eða ekki eins oft og hitt. Slúðrið selst betur segja fjölmiðar, þar er peningurinn. Og ég sem einstaklingur þarf að svara fyrir þetta. Fyrst koma fordómar án þess að hugsa af hverju vill hann eða hún vera kaþólsk. Sannleikurinn er að trúaratriðin skifta mestu máli. Jesús og sakramentin, og kirkjan kennir fyrigefningu - en það er erfitt að fyrirgefa. Þá eru það fóstureyðingar. Kirkjan og boðorðin tíu segja: Ekki drepa. Þetta er eitt umdeildasta málið í dag. Ég er pro life og þoli ekki fóstureyðingar. Af hverju blessar Guð barnið áður en það kemur í heiminn? Áður en það fæðist er það er komið í heiminn. Þegar kona er orðin ófrísk er fóstrið lifandi manneskja og það hefur mannréttindi eins og við aðrir.
Félagar mínir í Lífsvernd og í heiminum eru sannfærðir um þetta og Guð er sammála í Biblíunni. Þegar stúlka níu ára eða tólf ára eða hvað sem er, ber hún ekki ábyrgð heldur foreldrarnir. Þeir bera ábyrgðina þangað til hún nær lögaldri.
Kirkjan segir að ekki skuli stunda kynlíf fyrir utan heilagt hjónaband og ekki nota getnaðarvarnir. Þá hitnar umræðan dálítið og þar er ég er ekki saklaus. En höldum áfram: Kaþólska kirkjan kennir kaþólikkum fjölskyldu áætlun eða (family planning). Það þýðir: Hjónin setjast niður og tala saman um málið og ræða um fuglana og flugurnar. Er þetta ekki sniðugt að tala saman og setjast niður? Nýlega fékk ég neikvæðar athugasemdir þar sem ég var kallaður ljótum nöfnum bara af því að ég er kaþólskur. Ég svara ekki fyrir kirkjuna heldur sem einstaklingur, sem finnst gott að vera kaþólskur. Ég er ástfanginn af Jesú og kaþólsku kirkjunni, sem ber virðingu fyrir lífi og verndar ófædd börn. Má ég vera það? Málfrelsi er gott en ef einhver vill spyrja mig einhvers með kurteisi og virðingu þá skal ég svara. Ef einhver antikristur spyr þá svara ég ekki. Ég er félagi í Lífsvernd. Ef einhver spyr mig um fóstureyðingar þá bendi ég á vefsíðu okkar: www.lifsvernd.com
Takk fyrir að lesa þetta af skilningi, Tomas
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.